Bandaríski leikmaðurinn Keith Cothran sem lék með Stjörnunni á síðustu leiktíð var skotinn í höfuðið aðfararnótt fimmtudags þar sem hann sat í bíl í Connecticut í Bandaríkjunum. RÚV greindi frá þessu í sjónvarpsfréttum sínum áðan.
Samkvæmt fjölmiðlum vestanhafs mun Cothran hafa geta gengið yfir götuna að bensínstöð þar sem kallað var eftir sjúkrabíl og farið með hann á nærliggjandi sjúkrahús þar sem gert var að sárum hans. Ekki er nánar greint frá líðan leikmannsins.



