spot_img
HomeFréttirÆtla að hjálpa til við að verja titilinn

Ætla að hjálpa til við að verja titilinn

Nýráðinn bakvörður Grindvíkinga, Sammy Zeglinski kveðst sáttur við það tækifæri sem honum er gefið að koma og spila með Grindvíkingum. ,,Ísland er góður staður til að hefja minn atvinnumannaferil og ég er mjög þakklátur að fá þetta tækifæri," sagði Sammy í samtali við Karfan.is
Sammy ólst upp í Philadelphia en fór í Virginíu háskólann og spilaði með honum í fyrstu deild NCAA. ,,Ég myndi segja að mínir helstu styrkleikar væru að ég er liðsspilari og mér finnst skemmtilegt að ná góðum stoðsendingum. Ég get einnig skotið boltanum og skorað vel ef þess þarf. Ég legg einnig mikinn metnað í varnarleikinn minn," sagði Sammy ennfremur og bætti við að það væri tilhlökkun að koma og spila í Grindavík. ,,Ég ætla að gefa 100% í þetta og hjálpa liðinu að verja titilinn."
Fréttir
- Auglýsing -