Þann 18. júlí síðastliðinn spurðum við hver myndi taka við KR í Domino´s deild karla og nefndum þar nokkra valinkunna þjálfara og í dag fékkst svarið við spurningunni stóru. Helgi Magnússon varð það heillin sem næstur sest í skipstjórnarstólinn í DHL-Höllinni og honum til aðstoðar verður Gunnar Sverrisson sem þjálfaði ÍR á síðustu leiktíð.
Þegar Hrafn Kristjánsson hætti með KR þá spurðum við okkur og fleiri hver yrði næstur í röðinni, köstuðum fram nöfnum eins og Finnur Freyr Stefánsson, Herbert Arnarson, Osvaldur Knudsen og létum svo þess rándýru línu fylgja með:
,,Gárungarnir hafa einnig kastað fram nöfnum á borð við Jóhannes Árnason, Íshesta-miðherjann Fannar Ólafsson og jafnvel gengið svo langt að setja Helga Magnússon í starfið sem spilandi þjálfara."
Gárungarnir 1-0 allir hinir
Tengt efni:
Mynd/ [email protected] – Helgi á æfingu með íslenska landsliðinu fyrr í sumar.



