spot_img
HomeFréttirArgentína og Spánn komin áfram - Bandaríkin völtuðu yfir Ástrali

Argentína og Spánn komin áfram – Bandaríkin völtuðu yfir Ástrali

Þrjú lið eru komin í undanúrslit í körfuboltanum á Ólympíuleikunum í London en Rússar urðu í dag fyrstir til að tryggja sig inn með sigri á Litháen. Í dag og í kvöld komust Argentína og Spánn svo einnig inn í undanúrslitin.
Argentína lagði Brasilíu 82-77 og Spánn hafði betur gegn Frakklandi 66-59. Þá áttu Bandaríkjamenn ekki í vandræðum með Ástrali þar sem lokatölur voru 119-86.
 
Spánn 66-59 Frakkland
Pau Gasol gerði 14 stig og tók 11 fráköst fyrir Spán og Juan Carlos Navarro bætti við 12 stigum. Hjá Frökkum var Tony Parker með 15 stig og 6 fráköst.
 
Argentína 82-77 Brasilía
Luis Scola gerði 17 stig hjá Argentínu og Manu Ginobili bætti við 16 stigum. Hjá Brasilíu voru þeir Leandrinho Barbosa og Marcelinho Huertas báðir með 22 stig.
 
Bandaríkin 119-86 Ástralía
Kobe Bryant gerði 20 stig fyrir Bandaríkjamenn en LeBron James landaði myndarlegri þrennu með 11 stig, 12 stoðsendingar og 14 fráköst! Eftir því sem við komumst næst þá voru þessar 30 mínútur hjá LeBron nánast fullkomnar því kappinn tapaði ekki bolta og þessar tölur í landsleik hjá Bandaríkjunum án þess að tapa bolta er eitthvað sem enginn Bandaríkjamaður hefur afrekað í yfir 25 ár.
Hjá Ástralíu var Patrick Mills svo með 26 stig og 6 fráköst. 
 
Undanúrslitin líta því svona út:
 
Argentína-Bandaríkin
Spánn-Rússland
 
Báðir undanúrslitaleikirnir fara fram á föstudag, leikur Spánverja og Rússa hefst kl. 16:00 að íslenskum tíma og viðureign Bandaríkjanna og Argentínu hefst kl. 20:00.
 
Mynd/ Argentínumenn voru kátir með sigurinn gegn nágrönnum sínum frá Brasilíu.
 
Fréttir
- Auglýsing -