Íslenska U18 ára liðið mætir Svartfjallalandi í dag í riðlakeppni B-deildar í Evrópukeppninni en leikið en leikið er í Bosníu. Ísland vann í gær öruggan sigur á Sviss í sínum fyrsta leik og Svartfellingar höfðu nauman sigur á Finnum.
Íslenska liðið fékk skell síðast þegar það lék gegn Finnum í úrslitaviðureign Norðurlandsmótsins í Svíþjóð svo óhætt er að slá því föstu að Svartfellingar séu með sterkan hóp. Þess má þó geta að í riðlakeppninni á NM hafði Ísland sigur á Finnum áður en liðin mættust í úrslitaleiknum.
Leikur Íslands og Svartfjallalands hefst kl. 18:45 að íslenskum tíma.
Mynd/ [email protected] – Elvar Már Friðriksson í leik gegn Finnum á NM fyrr á þessu ári.



