spot_img
HomeFréttirÓlöf Helga meidd - Líklega til Grindavíkur

Ólöf Helga meidd – Líklega til Grindavíkur

Ólöf Helga Pálsdóttir fyrrum fyrirliði bikar og íslandsmeistara Njarðvíkur mun ekki byrja að spila í Dominosdeild kvenna þegar fyrsti leikur hefst sökum meiðsla.  "Þetta lýsir sér þannig að ég er aum í öxlinni og þeir halda að þetta sé rifinn liðþófi." sagði Ólöf Helga í samtali við Karfan.is
"Ég í raun veit ekkert hvað þetta er en ég hef engan kraft í hendinni og við minnsta tilefni þá verð ég blá og marin á öxlinni. " sagði Ólöf Helga í samtali við Karfan.is
 
Margir eru að velta fyrir sér hvar Ólöf Helga muni spila næsta tímabil og sagan á strætinu segir að hún sé jafnvel  komin í Grindavík." Ég er enn leikmaður Njarðvíkur samkvæmt skránni hjá KKÍ en hef verið að mæta á æfingar hjá Grindavík og leiki þeirra þannig að að öllum líkindum spila ég með mínum uppeldisklúbb á næsta tímabili. Annars  vil helst einbeita mér að því að ná mér af meiðslunum áður en næsta skref verður tekið í þessu." sagði Ólöf Helga
 
Enn ein blóðtakan á liði meistaranna sem nú þegar hafa misst Petrúnellu Skúladóttir og Harpu Hallgrímsdóttir yfir í sitt heimapláss í Grindavíkinni. 
Fréttir
- Auglýsing -