Í kvöld er einn leikur á dagskránni í Reykjanesmóti karla og hefst hann kl. 19:15 í Ljónagryfjunni í Njarðvík þegar Haukar mæta í heimsókn.
Njarðvík hefur unnið einn leik og tapað tveimur á mótinu en Haukar hafa unnið einn leik og tapað þremur en þeir fóru m.a. í hörkuleik gegn Keflavík í síðustu umferð þar sem framlengja varð leikinn.
Staðan í Reykjanesmótinu
| Reykjanesmót | |||
| Nr. | Lið | U/T | Stig |
|---|---|---|---|
| 1. | Grindavik | 3/0 | 6 |
| 2. | Keflavik | 3/1 | 6 |
| 3. | Stjarnan | 3/1 | 6 |
| 4. | Njarðvík | 1/2 | 2 |
| 5. | Haukar | 1/3 | 2 |
| 6. | Breidablik | 0/4 | 0 |



