Skallagrímskonur léku fyrsta leik sinn í 1.deild kvenna nú í kvöld þegar stöllur þeirra frá Þór Akureyri mættu í Fjósið. Finnur Jónsson var mættur á bekkinn hjá Skallagrím sem þjálfari eftir árs fjarveru í eiturgrænum buxum, eins var ágæt mæting áhorfenda en alltaf má gera betur. Skallastelpur mættu með nokkuð breytt lið til leiks frá síðasta tímabili, alls fjórir nýjir leikmenn sem koma til með að styrkja liðið töluvert.
Skallagrímur byrjaði betur og settu tóninn strax í upphafi leiks. Skoruðu fyrstu 5 stig leiksins og pressuðu stíft. keflavíkurstúlkurnar sem komu á láni til borgnesinga fyrir tímabilið voru atkvæðamiklar í upphafi og drógu vagninn í fyrsta leikhluta í stigaskorun en varnarleikurinn var mjög góður hjá öllu liðinu. 13-7 stóðu leikar eftir 10. mín.
Eftir 1.leikhluta var aldrei spurning hvoru megin sigurinn myndi enda. Leikmenn Þórs áttu lítið svar við varnarleik og baráttu Skallagríms sem fleygðu sér á eftir öllum boltum sem lausir voru og nýttu sér sóknarmistök Þórsara með hraðaupphlaupum.
Lokatölur urðu 65-38 heimakonum í vil.
Íris Gunnarsdóttir hafði hægt um sig til að byrja með en hún átti heldur betur eftir að láta finna fyrir sér þegar líða tók á leikinn. Sallaði niður nokkrum þristum og stjórnaði leiknum eins og herforingi og skilaði 21 stigi. Aníta og Katrín Fríða eru hörkuleikmenn sem eiga eftir að vera okkur dýrmætar í vetur og skiluðu frábærum leik einnig. Sérstaklega skal nefna Sigurdísi Egilsdóttur sem átti stórleik, í vörn og sókn, alltaf fyrst til baka til að verjast og sýndi þvílíkan baráttuvilja sem áhorfendur kunnu vel að meta.
Frábær sigur og frábær byrjun á tímabilinu og óhætt að segja að Skallagríms stúlkur séu til alls líklegar í vetur með svona spilamennsku.
Stigaskor Skallagr.
Íris Gunnarsdóttir 21
Aníta Eva 15
Katrín Jóhannsdóttir 11
Guðrún 7
Sigurdís 6
Sigurbjörg 2
Þórkatla 2
Þorbjörg 1
Stig Þórs.
Kristín 10
Gréta Rún 8
Gréta 6
Helga 4
Rakel 3
Erna 2
Helena 1
Mynd: Aníta Eva og Katrín lánsmenn úr Keflavík spiluðu sinn fyrsta leik með Skallagrím.
Texti: BW
Texti: BW



