Í dag fara fram 3 leikir í Dominos deild kvenna og hefjast herlegheitin klukkan 15:00 þegar að hnáturnar úr Snæfell taka á móti stöllum sínum úr Fjölni. Tveir leikir hefjast svo klukkan 16:30 í Reykjanesbæ þegar Íslands- og bikarmeistararnir úr Njarðvík taka á móti Haukum og Keflavíkur stúlkurnar taka á móti nýliðum Grindavík.
Ekki ver von á öðru en að um hörku viðureignir sé að ræða og því skiptir 6. leikmaðurinn máli. Allir á völlinn að hvetja sitt lið.



