spot_img
HomeFréttirBrittney Jones snýr aftur í raðir Fjölnis

Brittney Jones snýr aftur í raðir Fjölnis

Bandaríski leikstjórnandinn Brittney Jones er komin til landsins og verður með Fjölni í dag þegar liðið mætir Snæfell í Stykkishólmi í 2. umferð Domino´s deildar kvenna. Leikurinn hefst kl. 15:00 í Hólminum.
 
Jones fyllir skarð Porsha Porter sem rekin var frá félaginu skömmu fyrir mót. Jones er magnaður leikmaður sem var með 29,3 stig að meðaltali í leik hjá Fjölni á síðasta tímabili og verður varnarmönnum í deildinni þungur ljár í þúfu.
 
Fréttir
- Auglýsing -