Houston Rockets fá ásamt Harden þá Daequan Cook, Cole Aldrich og Lazar Hayward. Leikmenn sem eiga að öllum líkindum ekki eftir að hafa stór áhrif á spilamennsku Houston á næstu árum.
Á móti fá OKC Kevin Martin, þekkta stærð sem hefur spilað stórt hlutverk í liði Houston síðustu ár og verið þeirra stigahæsti maður að jafnaði. Með honum kemur nýliðinn Jeremy Lamb, tveir valréttir í fyrstu umferð og einn valréttur í seinni umferð.
Núna verður spennandi að fylgjast með hvaða áhrif þetta hefur á lið Oklahoma sem margir hafa spáð góðu gengi á þessu tímabili. Harden hefur þó spilað virkilega stórt hlutverk í liðinu og því stórt skarð sem Martin er ætlað að fylla.



