Axel Kárason gerði 15 stig í 73-58 sigri Værlöse í dönsku úrvalsdeildinni í gær. Okkar maður fékk lítinn sem engan tíma til að blása og lék í tæpar 39 mínútur í leiknum!
Eins og áður greinir var Axel með 15 stig en hann var auk þess með 5 fráköst, 2 stoðsendingar og 1 stolinn bolta.
Á laugardag máttu Arnar Freyr Jónsson og Guðni Heiðar Valentínusson sætta sig við ósigur þegar liðið mætti Horsens IC. Lokatölur voru 91-76 fyrir Horsens. Arnar gerði eitt stig í leiknum, tók 2 fráköst og var með 1 stoðsendingu. Guðni gerði 2 stig og tók 1 frákast.
Staðan í dönsku deildinni
| First | Svendborg Rabbits | 18/2 | 36 |
| Second | Horsens IC | 16/4 | 32 |
| 3rd | Bakken Bears | 15/4 | 30 |
| 4th | SISU | 12/8 | 24 |
| 5th | Team FOG Naestved | 10/9 | 20 |
| 6th | Randers Cimbria | 8/11 | 16 |
| 7th | Vaerloese BBK | 6/14 | 12 |
| 8th | BC Aarhus | 5/15 | 10 |
| 9th | Hoersholm 79ers | 5/13 | 10 |
| 10th | Aalborg Vikings | 1/16 | 2 |



