spot_img
HomeFréttirMeistarar Bamberg í heimsókn hjá Herði í kvöld

Meistarar Bamberg í heimsókn hjá Herði í kvöld

Hörður Axel Vilhjálmsson verður í eldlínunni með þýska liðinu MBC í kvöld þegar ríkjandi meistarar Brose Baskets, jafnan þekktir sem Bamberg, mæta í heimsókn. Alls leika 18 lið í þýsku Bundesligunni og situr MBC í 13. sæti deildarinnar með 8 sigra og 10 tapleiki. Bamberg trónir á toppnum með 15 sigra og tvo tapleiki í deildinni.
 
Síðast þegar liðin mættust var það á heimavelli Bamberg og höfðu meistararnir 12 stiga sigur í miklum slag. Bamberg komust áfram í riðlakeppni meistaradeildar Evrópu. Liðið hafnaði í fjórða sæti í sínum riðli af sex, fjögur halda áfram í 16-liða keppnina en tvö duttu út. Bamberg vann 3 leiki og tapaði 7 í riðlakeppninni en með þeim í riðli voru m.a. Barcelona, CSKA Moskva og Besiktas JK. Þessi þrjú lið ásamt Bamberg komust upp úr riðlinum en eftir sátu engir aukvisar því það voru Lietvous Rytas og Partizan Belgrad!
 
Það hefur ekki blásið byrlega hjá Bamberg í undanriðli meistaradeildarinnar, eru enn sigurlausir í riðli E með Real Madrid, CSKA Moskvu, Efes, Panathinaikos, Unicaja, Zalgiris Kaunas og Alba Berlín. Hörður Axel og félagar eru því að mæta þéttu liði og þar í búri ættu einhverjir Íslendingar t.d. að kannast við Slóvenann Bostjan Nachbar.
 
Heimavöllur MBC, Stadthalle, verður væntanlega smekkfullur í kvöld þegar meistararnir koma í heimsókn en Stadthalle rúmar 3000 manns. Liðsfélagar Harðar eru nú einhverjir sem margir ættu að kannast við, fyrrum liðsmaður ÍR, Kelly Beidler, leikur með MBC sem og fyrrum liðsmaður Stjörnunnar, Djordje Pantelic.
 
Karfan.is verður á leiknum í kvöld og munum við færa heim ferskar fréttir af leiknum.
 
 
  
Fréttir
- Auglýsing -