spot_img
HomeFréttirSigurður: Bæði lið verulega vel mönnuð

Sigurður: Bæði lið verulega vel mönnuð

Keflavík tekur í dag kl. 15:00 á móti Grindavík í undanúrslitum Poweradebikarsins í karlaflokki. Búist er við mögnuðum Suðurnesjaslag í Toyota-höllinni og segir Sigurður Ingimundarson þjálfari Keflavíkur að bæði lið séu verulega vel mönnuð.
 
Sjónvarpsleikur gegn Grindavík, á að skella sér í jakkafötin?
Ég á ekki von á því að mæta í jakkafötum í leikinn, en þó snyrtilegur og þokkalegur til fara.
 
Síðasti leikur gegn Grindavík endaði ánægjulega hjá ykkur Keflvíkingum. Verður sú staðreynd vatn á myllu Grindvíkinga?
Síðasti leikur gegn Grindavík hefur akkúrat ekkert vægi núna fyrir hvorugt liðið.
 
 
Breidd er eitthvað sem menn eru að spá í s.b.v. Keflavíkurliðið, er Grindavík með meiri breidd en þið og mun það skipta máli í leiknum?
Ég spái ekkert í það hvort liðið er með meiri breidd, þetta er aðeins einn leikur og bæði lið eru verlulega vel mönnuð.
 
Keflavík á titil að verja, eða lítur þú þannig á það eða lítur þú svo á að Keflavík sé að fara að sækja sér nýjan?
Og það er ekkert sem heitir að verja titil, heldur þarf að sigra leiki til að fá titla og það er akkúrat það sem við stefnum á.
 
Snæfell-Starnan, hvort liðið er að fara í Höllina úr hinum undanúrslitaleiknum?
Leikur Snæfells og Stjörnunnar er rétt eins og okkar leikur tveggja frábærra liða og er vont að spá þar um úrslit.
  
Fréttir
- Auglýsing -