spot_img
HomeFréttirGood Angels á topp B-riðils meistaradeildarinnar!

Good Angels á topp B-riðils meistaradeildarinnar!

Helena Sverrisdóttir og félagar í Good Angels Kosice unnu í kvöld stóran og mikilvægan sigur í meistaradeild Evrópu þegar tyrkneska liðið Fenerbache kom í heimsókn til Slóvakíu. Lokatölur voru 66-63 Good Angels í vil sem nú eru á toppi B-riðils þegar aðeins ein umferð er eftir í riðlakeppninni.
 
Helena var ekki í byrjunarliðinu í kvöld en lék í samtals 20 mínútur og skoraði 8 stig. Hún setti niður 1 af 3 í teignum, 2 af 4 í þristum, tók 5 fráköst og gaf 2 stoðsendingar. Stigahæst hjá Good Angels var Tijana Krivacevic með 12 stig og 6 fráköst.
 
Úrslit leiksins réðust þegar þrjár sekúndur lifðu leiks, Good Angels höfðu komist í 66-63 af vítalínunni þegar 13 sekúndur voru eftir. Fenerbache sendu svo þrist á loft þegar þrjár sekúndur voru eftir og hann vildi ekki niður og reyndar náðu gestirnir sóknarfrákastinu og öðru þriggja stiga skoti en það vildi heldur ekki niður og Good Angels fögnuðu sigri.
 
  
Fréttir
- Auglýsing -