spot_img
HomeFréttirLeikir dagsins: Risavaxin umferð hefst í kvöld

Leikir dagsins: Risavaxin umferð hefst í kvöld

Í kvöld hefst fjórtánda umferðin í Domino´s deild karla og hún er ekkert smá stykki, hver þungavigtarslagurinn rekur annan þar sem rándýr stig eru í boði. Að þessu sinni æxlast umferðin þannig nánast að öllu leyti að lið sem eru að hnoðast hvert við annað í stöðutöflunni eru að mætast. Að sjálfsögðu hefst fjörið kl. 19:15 en fjórir leikir fara fram í kvöld og tveir á morgun. Nú er tíminn til að reima á sig stuðningsmannaskóna, fjölmenna í húsin og láta vel í sér heyra!
 
 
Leikir kvöldsins í Domino´s deild karla, 19:15
 
Stjarnan-Snæfell
Grindavík-Þór Þorlákshöfn
ÍR-Njarðvík
Skallagrímur-Fjölnir
 
Á morgun mætast svo KFÍ og Tindastóll á Ísafirði og KR tekur á móti Keflavík í DHL Höllinni.
Eins og sést hér að ofan mætast öll fjögur toppliðin í kvöld og þar fá t.d. Hólmarar tækifæri á því að hefna ófaranna frá því um helgina þegar Stjarnan sló þá út úr bikarnum svo þetta ætti að verða ansi hressandi kvöld sem er í vændum.
 
Fjölmennum á völlinn! 
Fréttir
- Auglýsing -