spot_img
HomeFréttirÓvíst hvort Ólöf Helga leiki aftur körfubolta

Óvíst hvort Ólöf Helga leiki aftur körfubolta

Ólöf Helga Pálsdóttir hefur nánast ekkert getað beitt sér á yfirstandandi tímabili með Grindvíkingum í Dominos-deild kvenna í körfubolta. Ástæðan er sú að Ólöf lenti í vinnuslysi sem varð til þess að taugaskemmdir hrjá hana í allri hægri hendinni. Hún getur ekkert leikið körfubolta og það sem verra er þá á hún í erfiðleikum með ýmsa hversdagslega hluti. Alls er óvíst hvort Ólöf muni leika körfubolta á þessu tímabili, jafnvel aldrei aftur. Þetta kemur fram hjá Víkurfréttum í dag, www.vf.is 
 
 
Í frétt vf.is segir einnig:
 
Ólöf hefur einungis tekið þátt í tveimur leikjum með Grindvíkingum eftir að hún gekk til liðs við þær frá Njarðvík fyrir tímabilið. Ólöf er uppalinn Grindvíkingur en átti farsælan tíma í Njarðvík þar sem hún var fyrirliði tvölfaldra meistara í fyrra. Áður hafði Ólöf einnig unnið bikarmeistaratiltil með Grindvíkingum. Nú segist Ólöf jafnvel óttast að ferillinn sé í hættu en hún reynir þó að vera jákvæð. „Ég var kannski full jákvæð þegar þetta kom fyrst upp og fór geyst af stað. Ég byrjaði að spila og þá kom strax bakslag. Ég fór til einkaþjálfara og fannst ég verða orðin betri. Ég leitaði svo til sérfræðings sem sagði að ég mætti ekkert gera og um verulegar taugaskemmdir væri að ræða.“ Taugaskemmdirnar eru allt frá öxl og niður handlegg og fram í hendi. Ólöf hefur verið frá meira og minna síðan 1. ágúst á síðasta ári.
 
  
Fréttir
- Auglýsing -