spot_img
HomeFréttirFélagsskipti: Arnar og Ingibjörg í Keflavík

Félagsskipti: Arnar og Ingibjörg í Keflavík

Umtalsverðar hræringar eru í vændum ef marka má nýjustu uppfærsluna hjá KKÍ á félagsskiptablaðinu góða. Hið athyglisverða er að félögin sem eiga hlut að máli hafa nákvæmlega ekkert gefið út um viðkomandi skipti og þau eru í stærri kantinum.
 
Arnar Freyr Jónsson og Ingibjörg Jakobsdóttir eru á leið aftur í Keflavík samkvæmt nýjustu félagsskiptum en þau hafa síðustu mánuði verið í Danmörku. Arnar Freyr sagði skilið við BC Arhus á dögunum í dönsku úrvalsdeildinni og verður Keflvíkingum mikill liðsstyrkur ef hann ætlar á parketið með uppeldisfélaginu en eins og áður greinir hafa Keflvíkingar ekkert greint frá málinu!
 
Ryan Amoroso er á leið aftur í Snæfell og segir visir.is í kvöld að Asim McQueen taki poka sinn og haldi á braut fyrir vikið. Þeir Tarick Johnson og Roburt Sallie hafa einnig fengið félagsskipti í Tindastól en þar fyrir eru þegar tveir erlendir leikmenn, hvort þeir verið fjórir í heildina eða núverandi tveimur skipt út vitum við ekki.
 
Nautið að norðan, Magnús Helgason er á leið í KR en hann sáum við síðast á vappi með Stjörnunni.
 
  
Fréttir
- Auglýsing -