Axel Kárason átti stórleik fyrir Værlöse í dönsku úrvalsdeildinni í gærkvöldi. Axel og félagar höfðu þá öruggan 97-76 sigur gegn Randers. Axel lék manna mest í liði Værlöse með 18 stig og 16 fráköst! Myndarleg tvenna þarna hjá Skagfirðingnum.
Axel lét ekki þar við liggja því hann var einnig með tvær stoðsendingar í leiknum og tvo stolna bolta og var framlagshæstur í leiknum með 29 framlagsstig. Værlöse er í 8. sæti dönsku deildarinnar með 7 sigra og 15 tapleiki en Randers eru í 6. sæti með 10 sigra og 12 tapleiki.
Nýjar árið hefur farið vel af stað hjá Værlöse, liðið opnaði það með sigri gegn BC Arhus og skömmu síðar lá SISU. Værlöse mátti krjúpa gegn Horsens á heimavelli en komust aftur á rétta braut gegn Aalborg. Stór skellur kom gegn Bakken í þarsíðasta leik en Axel og félagar fóru aftur á rétta braut í gær með sigri gegn Randers. Fjórir af sjö sigurleikjum liðsins eru því komnir á nýja árinu og verður forvitnilegt að fylgjast með framhaldinu.
Staðan í dönsku deildinni
| Regular Season | W / L | Points | |
|---|---|---|---|
| First | Svendborg Rabbits | 20/2 | 40 |
| Second | Bakken Bears | 17/5 | 34 |
| 3rd | Horsens IC | 17/6 | 34 |
| 4th | SISU | 13/9 | 26 |
| 5th | Team FOG Naestved | 11/11 | 22 |
| 6th | Randers Cimbria | 10/12 | 20 |
| 7th | Hoersholm 79ers | 8/13 | 16 |
| 8th | Vaerloese BBK | 7/15 | 14 |
| 9th | BC Aarhus | 5/17 | 10 |
| 10th | Aalborg Vikings | 1/19 | 2 |
Mynd af heimasíðu Værlöse/ Axel í leik með Værlöse.



