spot_img
HomeFréttirEnn óvíst hvenær von sé á Arnari og Ingibjörgu

Enn óvíst hvenær von sé á Arnari og Ingibjörgu

Keflvíkingar fengu myndarlegan liðsstyrk á pappírum í gær en þá skiptu þau Arnar Freyr Jónsson og Ingibjörg Jakobsdóttir aftur til Keflavíkur. Þau eru bæði stödd erlendis og óvíst er hvort eða hvænær þau verði með liðum sínum á tímabilinu. Sævar Sævarsson stjórnarmaður hjá KKD Keflavíkur sagði þau Arnar og Ingibjörgu frábæra leikmenn sem kæmu til með að styrkja liðin verði að því að þau spili.
 
,,Þau vildu ganga til liðs við Keflavík en það er enn óvíst hvenær þau koma til landsins,” sagði Sævar en Arnar var m.a. í atvinnurekstri í Danmörku ásamt því að leika með BC Arhus. Það skýrist þá væntanlega á næstunni hvernig framhaldið verður með nýjustu Keflvíkingana í boltanum.
  
Fréttir
- Auglýsing -