Pavel Ermolinskij og Norrköping Dolphins höfðu nauman 7 stiga sigur á Södertalje í gærkvöldi í sænsku úrvalsdeildinni. Topplið Sundsvall Dragons með þá Hlyn Bæringsson og Jakob Örn Sigurðarson mátti sætta sig við nokkuð óvænt tap gegn nýliðum og botnliði KFUM Nassjö.
Norrköping 78-71 Södertalje Kings
Pavel Ermolinskij var í byrjunarliðinu og lék í tæpar 25 mínútur en hann gerði 2 stig, tók 10 fráköst og gaf 2 stoðsendingar í leiknum. Edgars Jeromanovs var stigahæstur hjá Norrköping með 17 stig. Norrköping er í 5. sæti deildarinnar með 32 stig.
KFUM Nassjö 81-76 Sundsvall Dragons
Jakob Örn Sigurðarson var stigahæstur í tapliði Sundsvall með 21 stig, 6 fráköst og eina stoðsendingu. Hlynur Bæringsson bætti við 5 stigum, 12 fráköstum og einni stoðsendingu.
Í Þýskalandi verður Hörður Axel Vilhjálmsson svo á ferðinni í dag þegar MBC mætir Art. Dragons á útivelli en Art. Dragons eru í 6. sæti deildarinnar á meðan MBC situr í 14. sæti.
Logi Gunnarsson er einnig á ferðinni í dag með Angers BC 49 í frönsku NM1 deildinni. Um síðustu helgi lá liðið 72-79 á heimavelli gegn Monaco. Logi gerði þá 12 stig í leiknum, tók 5 fráköst og gaf 5 stoðsendingar. Angers BC eru í 12. sæti NM1 deildarinnar með 5 sigra og 11 tapleiki en 16 lið leika í deildinni.



