Mitteldeutcher BC mættu Artland Dragons í þýsku Bundesligunni í kvöld á útivelli. Lokatölur voru 90-86 Dragons í vil og því máttu Hörður Axel Vilhjálmsson og félagar í MBC sættia sig við annað naumt tap en liðið lá síðustu helgi með tveggja stiga mun gegn meisturum Brose Baskets.
Hörður Axel lék í 21 mínútu í leiknum og skoraði 4 stig, hann var einnig með 2 fráköst og fjórar stoðsendingar. Chad Timberlake var stigahæstur hjá MBC í kvöld með 21 stig og Djordje Pantelic gerði 16. MBC er nú í 14. sæti deildarinnar með 8 sigra og 12 tapleiki.



