spot_img
HomeFréttirHaminn sagt upp í Borgarnesi

Haminn sagt upp í Borgarnesi

Úrvalsdeildarlið Skallagríms í körfuknattleik tók á föstudag þá ákvörðun að segja upp samningi við Haminn Quantance, ástæðan er samskiptaörðugleikar leikmannsins við leikmenn og þjálfarateymi, framkoma leikmannsins og virðingarleysi gagnvart samherjum og starfsmönnum hefur farið stigvaxandi og varð ekki lengur við unað. Frá þessu er greint í fréttatilkynningu frá KKD Skallagríms.
 
Ákvörðunin snýr að engu leiti að frammmistöðu leikmannsins inn á vellinum en hegðan hans á æfingum og utan vallarins hafa verið með þeim hætti að ekki var talinn lengur grundvöllur til samstarfs.  
 
Lið Skallagríms er nú í 8 sæti úrvalsdeildarinnir og markmiðið er að halda
því sæti þrátt fyrir mannabreytingar. Leikmannahópur Skallagríms hefur ekki farið varhluta af skakkaföllum á tímabilinu en nú eru flestir komnir til baka úr meiðslum og státar liðið því af jöfnum og góðum hóp leikmanna sem stjórn treystir fullkomnlega til að klára tímabilið með sæmd.
 
Stjórn körfuknattleiksdeildar Skallagríms
  
Fréttir
- Auglýsing -