spot_img
HomeFréttirHerbert og Steinar klára tímabilið með ÍR

Herbert og Steinar klára tímabilið með ÍR

Stjórn körfuknattleiksdeildar ÍR hefur lokið þjálfaraleit sinni í kjölfar þess að Jón Arnar Ingvarsson sagði starfi sínu lausu sem þjálfari meistaraflokks síðastliðinn föstudag. Herbert Arnarson og Steinar Arason taka við liðinu af Jóni segir í fréttatilkynningu frá KKD ÍR.
 
ÍR-ingar hafa komist að samkomulagi við þá Steinar Arason og Herbert Arnarson um að taka við liðinu í sameiningu út tímabilið í Dominos deild karla. Eru Steinar og Herbert vel kunnugir í Breiðholtinu enda mætir og góðir ÍR-ingar og gert garðinn frægan sem leikmenn liðsins á árum áður. Að auki hefur Steinar starfað sem aðstoðarþjálfari við hlið Jóns Arnars á þessu tímabili og þekkir því vel til hópsins.
  
Mynd úr safni/ Sveinbjörn og ÍR-ingar hafa fengið nýjan þjálfara.
 
Fréttir
- Auglýsing -