Nú eru tíu mínútur í að tuttugasta umferðin hefjist í Domino´s deild kvenna. Við tókum stuttan púls á liðunum fyrir leikina, þ.e. hverjir séu klárir í kvöld og hverjir þurfi að sætta sig við borgaralegu klæðin. Slettum frá okkur smá ensku og afritum lið sem þegar hefur t.d. sést í NBA deildinni, tíu í ,,tip-off”
Leikir kvöldsins:
Grindavík-Fjölnir
Keflavík-Valur
Njarðvík-Snæfell
KR-Haukar
Snæfell: Allir klárir hjá Hólmurum.
Fjölnir: Allir klárir hjá Fjölni en Eva María Emilsdóttir hefur ekkert æft þessa vikuna sökum flensu en verður með Fjölni í kvöld.
KR: Hafrún Hálfdánardóttir verður ekki með KR í kvöld, aðrir klárir í slaginn.
Valur: Mikið hefur verið um meiðsli hjá Val í vetur. Sara Diljá sleit krossbönd í lok nóvember, Signý Hermannsdóttir hefur ekki verið leikfær frá því í lok október og Unnur Lára Ásgeirsdóttir meiddist illa á ökkla í byrjun janúar en snéri aftur á parketið síðasta laugardag gegn Grindavík og verður í búning í kvöld. Ragnheiður Benónýsdóttir meiddist á æfingu fyrir rúmum tveimur vikum og er frá í kvöld og mögulega eitthvað lengur. Að öðru leyti eru aðrir leikmenn klárir hjá Val í kvöld.
Haukar: Lovísa Björt Henningsdóttir er meidd á hné, fór í speglun í gær og hefur ekki spilað síðan í síðasta leik fyrir jól og enn einhverjar vikur í hana. Ína Salóme fór úr axlarlið fyrir tveimur vikum og verður frá í 6-8 vikur í viðbót en annars allir aðrir leikmenn liðsins leikfærir.
Keflavík: …
Njarðvík: …
Grindavík: …
Mynd úr safni/ Ágúst Björgvinsson og Valskonur taka generalprufu á bikarúrslitunum í kvöld.



