spot_img
HomeFréttirTíu í ,,tip-off"

Tíu í ,,tip-off”

Nú eru tíu mínútur þangað til fimmtánda umferðin í Domino´s deild karla skellur á. Karfan.is tók púlsinn á liðunum svona tíu mínútur í ,,tip-off” til að kanna hvort einhverjir ætluðu að vera í borgaralegum klæðum eða annað slíkt þetta kvöldið.
 
Leikir dagsins – Domino´s deild karla, 19:15
 
Njarðvík-Grindavík
Snæfell-KR
Keflavík-KFÍ
ÍR-Skallagrímur
 
Grindavík: Allir klárir í bátana hjá Grindavík.
 
Keflavík: Allir klárir í slaginn hjá Keflavík.
 
KR: Eitthvað um hnjask að sögn þjálfarans en allir með engu að síður.
 
Njarðvík: Grænir gera ráð fyrir að allir verði leikfæriri í kvöld. Friðrik Erlendur Stefánsson er kominn úr tveggja leikja banni og sagði Einar Árni þjálfari Njarðvíkinga að allt lítið hnjask yrði sett til hliðar á meðan leik stendur.
 
Skallagrímur: Ekki mikið nýtt að frétta utan það sem hefur verið í gangi hjá félaginu undanfarið sagði Pálmi þjálfari Skallagríms. Hann kvað alla sína menn heila og klára í slaginn.
 
ÍR: Hreggviður Magnússon er enn meiddur og sagði Herbert nýji þjálfari ÍR að í dag væri ekki vitað hvort eða hvenær hann gæti byrjað aftur að spila. Aðrir eru þó í góðum gír og spenntir fyrir kvöldinu.
 
Snæfell: Allir með í kvöld en misheilir sagði Ingi Þór þjálfari Hólmara.
 
KFÍ: Allir með hjá KFÍ í kvöld.
  
Fréttir
- Auglýsing -