Topplið Keflavíkur slapp með skrekkinn í Grafarvogi í dag þegar liðið lagði botnlið Fjölnis 69-80. Keflvíkingar reyndust mun sterkari í síðari hálfleik og unnu tvo seinni leikhlutana 24-50!
Birna Valgarðsdóttir var stigahæst í liði Keflavíkur með 18 stig og 14 fráköst en hjá Fjölni var Britney Jones með 31 stig og 7 stoðsendingar.
Fjölnir-Keflavík 69-80 (20-8, 25-22, 16-23, 8-27)
Fjölnir: Britney Jones 31/7 stoðsendingar, Bergdís Ragnarsdóttir 12/10 fráköst, Hrund Jóhannsdóttir 12/12 fráköst, Eyrún Líf Sigurðardóttir 5, Fanney Lind Guðmundsdóttir 5/5 fráköst, Heiðrún Harpa Ríkharðsdóttir 2, Eva María Emilsdóttir 2, Dagbjört Helga Eiríksdóttir 0, Erna María Sveinsdóttir 0, Hugrún Eva Valdimarsdóttir 0, Telma María Jónsdóttir 0, Margrét Loftsdóttir 0.
Keflavík: Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 18/14 fráköst, Sara Rún Hinriksdóttir 16, Jessica Ann Jenkins 14, Pálína Gunnlaugsdóttir 12/7 fráköst/7 stoðsendingar, Ingunn Embla Kristínardóttir 10/5 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 8/6 fráköst, Sandra Lind Þrastardóttir 2/5 fráköst, Telma Lind Ásgeirsdóttir 0, Katrín Fríða Jóhannsdóttir 0, Elínora Guðlaug Einarsdóttir 0, Bríet Sif Hinriksdóttir 0, Aníta Eva Viðarsdóttir 0.
Mynd/ Birna Valgarðsdóttir var stigahæst Keflvíkinga í dag.



