Kristófer Acox átti sterkan dag með KR í kvöld þegar röndóttir lögðu Þór úr Þorlákshöfn. Kristófer var ekkert með KR síðustu fimm mínútur leiksins þar sem hann meiddist á hné. Hann sagði þó að um smá álagsmeiðsli væri að ræða og hann ætti að vera klár í slaginn strax í næsta leik þar sem framundan er góð hvíld.



