KFÍ og Snæfell mættust í svaðalegum framlengdum slag í Domino´s deild karla í kvöld. KFÍ TV hefur nú sett myndbrot inn á Youtube þar sem Sveinn Arnar Davíðsson leikmaður Snæfells gerir sig sekan um dómgreindarskort. Sveinn Arnar slengir þá öðrum fætinum í höfuð Damier Pitts leikmanns KFÍ þar sem hann liggur í gólfinu. Fólskuverk sem menn ættu ekki að láta líðast og Pitts vísast ekki alsaklaus þar sem hann slengir vinstri höndinni í átt að Sveini þar sem hann stendur yfir honum.
Mynd úr safni/ Skapið hljóp með Svein Arnar í örlitlar gönur í kvöld



