Mitteldeutcher BC vann í kvöld góðan 74-64 sigur á Bremerhaven í þýsku Bundesligunni. Hörður Axel Vilhjálmsson gerði tvö stig í leiknum en stigahæstur í liði MBC var Chad Timberlake með 16 stig.
Hörður Axel lék í rúmar 17 mínútur í leiknum og var í byrjunarliðinu. Bæði stigin þennan leikinn komu af vítalínunni en hann var 0 af 5 í þristum og var með einn stolinn bolta.
MBC er í 13. sæti Bundesligunnar með 9 sigra og 12 tapleiki og spila næst gegn s. Oliver Baskets.



