Snæfell náði með ótrúlegum hætti að jafna leikinn 94-94 gegn KFÍ í kvöld þegar liðin mættust á Jakanum. Hér í þessu myndbroti er hægt að sjá hvað átti sér stað undir lokin þegar Jay Threatt gerði magnaða jöfnunarkörfu Hólmara sem héldu svo inn í framlenginguna og náðu í sigur. Við tökum málið nánar fyrir á morgun en dæmi nú hver fyrir sig áður en við köstum í ykkur regluverkinu:
Mynd úr safni/ Jay Threatt leikmaður Snæfells tryggði sínum mönnum framlengingu með eftirminnilegum hætti í kvöld.



