Landsliðsmaðurinn Axel Kárason er þrítugur í dag en hann elur manninn í Danmörku þessi dægrin og leikur með Værlöse. Eflaust, þar sem Axel hefur náð svo góðum tökum á dönskunni, er það lýti fyrir kappann að lesa liðsnafnið sitt skrifað með íslensku Ö – en þannig rúllum við bara hér á Klakanum!
Til hamingju með daginn Axel!
Þá eru tveir kappar, núverandi og fyrrum leikmenn, í Domino´s deildinni sem áttu afmæli fyrr í mánuðinum. Þann 3. febrúar varð Isaac Miles 25 ára gamall og Asim McQuenn sem nýverið kvaddi Snæfell varð jafn gamall. Við óskum þessum herramönnum að sjálfsögðu einnig til hamingju með daginn.
Mynd/ Axel Kárason í uppeldisklæðunum með Tindastól.



