spot_img
HomeFréttirSigurður líklegast nefbrotinn

Sigurður líklegast nefbrotinn

Sigurður Þorvaldsson kláraði leikinn með Snæfell gegn KFÍ í gærkvöldi líkast til nefbrotinn. Sigurður gerði 34 stig í leiknum og tók 12 fráköst en í framlengingunni fékk hann högg á andlitið frá Damier Pitts leikstjórnanda KFÍ og er talið að Sigurður hafi nefbrotnað fyrir vikið. Snæfell vann leikinn að lokum og kláraði Sigurður leikinn að öllum líkindum með brotið nef.
 
Samkvæmt upplýsingum Karfan.is mun Sigurður vera slæmur í nefinu og fæst væntanlega úr því skorið í dag hvort það sé brotið eður ei.
 
Mynd úr safni/ Sumarliði Ásgeirsson 
Fréttir
- Auglýsing -