spot_img
HomeFréttirTíu í tip-off

Tíu í tip-off

Þrír slagir eru í Domino´s deild karla í kvöld og hefjast þeir eftir nákvæmlega tíu mínútur. Það er ekki úr vegi að sjá hvernig staðan er á leikmannahópunum fyrir kvöldið.
 
Leikir kvöldsins:
 
Fjölnir-Keflavík
Stjarnan-Njarðvík
Grindavík-ÍR
 
Fjölnir: Árni Ragnarsson og Jón Sverrisson eru ekki með sem fyrr vegna meiðsla. Björgvin Hafþór Ríkharðsson kemur aftur inn í Fjölnishópinn eftir veikindi en annars eru Fjölnismenn með sama lið og lék í Skagafirði í síðustu umferð.
 
Njarðvík: Einar Árni þjálfari Njarðvíkinga sagði að allir sínir menn væru klárir í slaginn í kvöld og yrðu með.
 
Stjarnan: Marvin Valdimarsson og Dagur Kár Jónsson meiddust í leiknum gegn Þór Þorlákshöfn síðastliðinn föstudag. Dagur er orðinn leikfær samkvæmt Teiti Örlygssyni þjálfara liðsins en ekki Marvin og vinna Garðbæingar nú að því að ná honum góðum fyrir bikarúrslitin á laugardag.
 
Keflavík: Sigurður Ingimundarson búinn að melda inn alla sína menn og þeir klárir í slag kvöldsins.
 
ÍR: Tómas Viggósson er meiddur í liði ÍR og verður ekki með og hið sama gildir fyrir Hreggvið Magnússon sem er enn fjarverandi söku meiðsla. Aðrir bara nokkuð góðir miðað við árstíma að sögn Herberts Arnarsonar þjálfara ÍR.
 
Grindavík: …
 
Mynd/ Marvin Valdimarsson er ekki með Stjörnunni á eftir gegn Njarðvík.  
Fréttir
- Auglýsing -