Matthías Orri Sigurðarson kom sterkur inn í lokasprettinn hjá Flagler háskólanum í Bandaríkjunum um helgina þegar skólinn vann sinn fyrsta sigur í sögu skólans á UNC Pembroke. Matthías Orri nýtti mínúturnar vel í leik sem Flagler vann 83-75.
Matthías kom inn af bekknum og lék í átta mínútur og skellti niður þrist og gaf tvær stoðsendingar og aðra þeirra yfir allan völlinn (ala LeBron og Wade) og var ein helsta kveikjan að sterkum lokaspretti Flagler í leiknum.
Matthías var einnig með þrjú fráköst í leiknum en stigahæstur í sigurliði Flagler var Ante Gospic með 25 stig. Flagler leikur í Peach Belt riðlinum í 2. deild NCAA háskólaboltans og eru þar í 5. sæti í austurdeild en sá riðill telur sjö lið. Flagler hefur unnið sex leiki og tapað átta í Peach Belt.



