KKÍ hélt á fimmtudag blaðamannafund fyrir Poweradebikarúrslitin sem fram fara í Laugardalshöll næsta laugardag en þar eigast við Stjarnan og Grindavík í karlaflokki og í kvennaflokki eigast við Keflavík og Valur. Karfan TV ræddi við Fannar Helgason Stjörnunni, Þorleif Ólafsson Grindavík, Pálínu Gunnlaugsdóttur Keflavík og Ágúst Björgvinsson Val.
(Við biðjumst velvirðingar á skruðningum í hljóði á sumum stöðum í myndböndunum)



