Axel Kárason gerði 10 stig í dönsku úrvalsdeildinni í gær þegar Værlöse vann sterkan heimasigur á Team FOG Næstved. Lokatölur voru 85-82 Værlöse í vil. Axel lék í rúma 31 mínútu í leiknum og skoraði 10 stig, tók 7 fráköst og setti niður 2 af 3 þristum sínum í leiknum.
Værlöse er nú í 8. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar með 9 sigra og 16 tapleiki en Næstved er í 5. sæti með 12 sigra og 13 tapleiki en þjálfari þeirra er Íslendingum að góðu kunnur, sjálfur Geoff Kotila.
Staðan í dönsku úrvalsdeildinni
| Regular Season | W / L | Points | |
|---|---|---|---|
| First | Svendborg Rabbits | 21/3 | 42 |
| Second | Horsens IC | 19/6 | 38 |
| 3rd | Bakken Bears | 18/5 | 36 |
| 4th | SISU | 15/10 | 30 |
| 5th | Team FOG Naestved | 12/13 | 24 |
| 6th | Randers Cimbria | 11/13 | 22 |
| 7th | Hoersholm 79ers | 10/14 | 20 |
| 8th | Vaerloese BBK | 9/16 | 18 |
| 9th | BC Aarhus | 6/19 | 12 |
| 10th | Aalborg Vikings | 1/23 | 2 |



