spot_img
HomeFréttirLogi fjarverandi í spennusigri Angers

Logi fjarverandi í spennusigri Angers

Landsliðsmaðurinn Logi Gunnarsson lék ekki með Angers BC 49 í frönsku NM1 deildinni um helgina þegar liðið vann 84-83 spennusigur á Sourgues. Logi var að glíma við veikindi og fékk ekki leikheimild hjá læknum liðsins.
 
,,Ég var búinn að vera eitthvað slappur og læknarnir hjá liðinu bönnuðu mér að vera með. Ég vildi reyna en þeir sögðu það ekki sniðugt að fara beint í leik eftir að vera með vírus. Ég byrjaði aftur að æfa í dag en við unnum samt þennan leik á móti góðu liði þó að bæði mig og leikstjórnandann hafi vantað í byrjunarliðið,” sagði Logi sem er kominn aftur á ról.
 
Þetta var sjöundi sigur Angers á tímabilinu sem eru nú í 12. sæti deildarinnar með sjö sigra og 12 tapleiki en Vichy er á toppnum með 15 sigra og 5 tapleiki. Sogues er í 8. sæti deldarinnar og féll niður um eitt sæti við tapið gegn ANgers.
 
NM1 Standings
 1. Vichy 15-5 
 2. Orchy 14-4 
 3. Quimper 14-5 
 4. Souffel 14-5 
 5. Cognac 13-6 
 6. La Rochelle 12-8 
 7. Monaco 10-8 
 8. Sorgues 10-9 
 9. Blois 10-9 
 10. Rueil 10-10 
 11. Chartres 8-12 
 12. Angers BC 49 7-12 
 13. St Chamond 7-12 
 14. Challans 6-13 
 15. Rennes 4-16 
 16. CFBB 0-20
 
Fréttir
- Auglýsing -