spot_img
HomeFréttirBen Smith Gatorade-leikmaður fimmtándu umferðar

Ben Smith Gatorade-leikmaður fimmtándu umferðar

Þórsarinn Benjamin Curtis Smith er Gatorade-leikmaður 15. umferðar í Domino´s deild karla og er annar Þórsarinn þessa vertíðina til að hreppa nafnbótina. Hún kemur ekki að ósekju eftir magnaða frammistöðu kappans gegn Stjörnunni í 15. umferð.
 
Þór Þorlákshöfn tók þá á móti Garðbæingum í Icelandic Glacial Höllinni og lagði gesti sína 105-100. Ben Smith gerði 43 stig í leiknum, tók 6 fráköst, gaf 7 stoðsendingar og varði tvö skot og fékk fyrir vikið 43 framlagsstig.
 
 
 
Fréttir
- Auglýsing -