spot_img
HomeFréttirArnar byrjaður að æfa með Keflavík

Arnar byrjaður að æfa með Keflavík

Bakvörðurinn Arnar Freyr Jónsson hefur hafið æfingar með Keflvíkingum en eins og kunnugt er sagði hann skilið við BC Arhus í Danmörku og er nú kominn heim. Sigurður Ingimundarson þjálfari Keflavíkur staðfesti við Karfan.is að Arnar hefði mætt á sína fyrstu æfingu í gærkvöldi.
 
,,Hann leit vel út þó að liðinn sé smá tími síðan hann spilaði síðast,” sagði Sigurður en aðspurður hvort hann yrði með gegn Tindastól á föstudag sagði Sigurður að það væri ekki komið neitt lengra.
 
Arnar ættu flestir að þekkja en þar fer áræðinn bakvörður sem oftar en ekki hefur glatt augað með skemmtilegum tilþrifum á vellinum.
  
Fréttir
- Auglýsing -