spot_img
HomeFréttirGood Angels leiða 1-0

Good Angels leiða 1-0

Landsliðskonan Helena Sverrisdóttir og liðsfélagar í Good Angels Kosice leiða einvígið sitt 1-0 gegn Perfumerias Avenida eftir 82-68 sigur í meistaradeild Evrópu í kvöld. Það lið sem fyrr vinnur tvo leiki kemst áfram en riðlakeppni er lokið og nú er leikið í 14 liða úrslitum en átta lið fara áfram og spila til úrslita í Ekateringburg í lokakeppninni sem hefst 18. mars.
 
Helena var ekki í byrjunarliði Good Angels í kvöld en lék í 13 mínútur í leiknum og skoraði eitt stig. Það vildi lítið niður í kvöld, fjórir þristar fóru forgörðum og eitt skot í teignum, þá setti Helena niður 1 af 2 vítum sínum. Hún var einnig með eitt frákast og eina stoðsendingu. Stigahæst í liði Good Angels var Plenette Pierson með 23 stig.
 
Good Angels halda svo til Spánar og mæta Avenida þann 22. febrúar næstkomandi. Sigur á Spáni tryggir Good Angels sæti í Ekateringburg. Ef liðið vinnur ekki verður oddaleikur í Slóvakíu þann 27. febrúar.
  
Fréttir
- Auglýsing -