spot_img
HomeFréttirPavel og félagar úr leik í Eurochallenge

Pavel og félagar úr leik í Eurochallenge

Pavel Ermolinskij kom ekki við sögu í kvöld þegar sænska liðið Norrköping Dolphins lá 76-70 á útivelli gegn Tofa SC í riðlakeppni 16 liða sem komust upp úr fyrstu umferð Eurochallenge keppninnar. Norrköping eiga einn leik eftir í þessum undanriðli en þrátt fyrir sigur kæmust þeir ekki upp úr riðlinum.
 
Christian Maraker var stigahæstur í liði Norrköping í kvöld með 22 stig og 4 fráköst. Norrköping verða svo aftur á ferðinni næsta föstudag þegar liðið mætir LF Basket í sænsku úrvalsdeildinni.
  
Fréttir
- Auglýsing -