spot_img
HomeFréttirLeikir dagsins: Átjándu umferðinni lýkur

Leikir dagsins: Átjándu umferðinni lýkur

Í kvöld lýkur 18. umferð í Domino´s deild karla þegar þrír leikir fara af stað kl. 19:15. Snæfell heldur í Skagafjörð og getur með sigri jafnað Grindavík á toppi deildarinnar en gulir hafa þar betur innbyrðis. KR og ÍR mætast í Reykjavíkurslag þar sem DHL býður fólki á leikinn! Skallagrímur tekur svo á móti heitasta liði landsins, Keflavík, í Fjósinu í kvöld.
 
Leikir kvöldsins, Domino´s deild karla:
 
Tindastóll – Snæfell
KR – ÍR
Skallagrímur – Keflavík
 
Þá eru tveir leikir í unglingaflokki kvenna, Breiðablik tekur á móti Njarðvík kl. 19:15 í Smáranum og Valur tekur á móti Keflavík kl. 20:30 í Vodafonehöllinni.
 
Staðan í Domino´s deild karla
Deildarkeppni
Nr. Lið U/T Stig
1. Grindavík 14/4 28
2. Þór Þ. 13/5 26
3. Snæfell 13/4 26
4. Keflavík 12/5 24
5. Stjarnan 11/7 22
6. KR 9/8 18
7. Njarðvík 9/9 18
8. Skallagrímur 6/11 12
9. KFÍ 5/13 10
10. Tindastóll 5/12 10
11. Fjölnir 4/14 8
12. ÍR 4/13 8
  
Fréttir
- Auglýsing -