spot_img
HomeFréttirHagyrðingur lætur að sér kveða á Facebook

Hagyrðingur lætur að sér kveða á Facebook

Hér rétt áðan skelltum við inn mynd á Facebook-síðu Karfan.is úr viðureign Skallagríms og Keflavíkur. Myndina tók Ómar Örn Ragnarsson og eins og hún gefur til kynna var hart barist í Fjósinu.
 
Barist var svo harkalega og Borgnesingar sigrinum það fegnir að Kristján Björn Snorrason ákvað að lýsa hrifningu sinni í bundnu máli og sendi inn vísu:
 
Tifar í körfu tímans rás
og taumlaus er gleði kringum.
Að Skallagrímur smellti í lás
og skellti Keflvíkingum!
  
Höf: Kristján Björn Snorrason
Fréttir
- Auglýsing -