spot_img
HomeFréttirOg hagyrðingunum fjölgar

Og hagyrðingunum fjölgar

Skáldskapargyðjan heimsótti fleiri en Borgnesinga í gær því Séra Hjálmar Jónsson dómkirkjuprestur skundaði fram ritvöllinn eftir frækinn sigur Tindastóls gegn Snæfell í gær. Kristján B. Snorrason reið á vaðið í gærkvöld með vísu úr Fjósinu eftir sigur Skallagríms á Keflavík en þess má geta að hann er einn af liðsmönnum Upplyftingar.
 
Hjálmar batt mál sitt eftir sigur Stólanna og var útkoman þessi:
 
Skagfirsk lund er æst og ör
og alveg hreint að springa.
Tindastóll með táp og fjör
tæklaði Snæfellinga.
 
Höf: Séra Hjálmar Jónsson, dómkirkjuprestur.
 
Virkilega vel gert hjá þessum ágætu mönnum og verða hagyrðingar velkomnir á Karfan.is um ókomna tíð.
  
 
Fréttir
- Auglýsing -