spot_img
HomeFréttirX-ið tekur Boltann af dagskrá

X-ið tekur Boltann af dagskrá

Útvarpsþátturinn Boltinn í stjórn Hjartar Júlíusar Hjartarsonar hefur runnið sitt skeið og fer ekki aftur í loftið. Hjörtur greindi frá þessu í morgun á Twitter-síðu sinni sem og Facebook-síðu þáttarins.
 
Á Facebook-síðu þáttarins segir:
 
Það er með miklum trega og sorg að ég verð að tilkynna hlustendum Boltans að ákveðið hefur verið að taka þáttinn af dagskrá X-ins. Yfirstjórn X-ins greindi undirrituðum frá þessari ákvörðun í gær.
 
Ástæður munu vera tengdar niðurskurði.
 
Ég vil þakka öllum sem hlustað hafa á þáttinn í minni umsjá undanfarna níu mánuði að sjálfsögðu fjölmörgu viðmælendum mínum.
 
Takk fyrir mig.
 
Hjörtur Hjartar
  
Fréttir
- Auglýsing -