spot_img
HomeFréttirTíu í tip-off: Jóhann í banni

Tíu í tip-off: Jóhann í banni

Nú eru tíu mínútur þangað til nítjánda umferðin í Domino´s deild karla rúllar af stað. Við skulum aðeins renna yfir stöðuna á leikmannahópum liðanna.
 
Leikir kvöldsins
 
Grindavík-KR
Snæfell-Keflavík
Stjarnan-Skallagrímur
ÍR-KFÍ
 
Grindavík: Jóhann Árni Ólafsson tekur út leikbann og þeir Jens Valgeir Óskarsson og Davíð Ingi Bustion eru enn frá vegna meiðsla.
KR:…
 
Snæfell: Menn voru lemstraðir eftir Tindastólsleikinn sagði Ingi Þór við Karfan.is í dag. Jay Threatt hefur ekkert æft með Snæfell eftir þann leik en verður þó engu að síður með liðinu í kvöld. Aðrir klárir í slaginn að sögn Inga.
Keflavík: Allir með í kvöld sagði Sigurður en Magnús Þór Gunnarsson er puttabrotinn á baugfingri hægri handar en verður engu að síður í búning í kvöld.
 
Stjarnan: Marvin er óvinnufær og fær langþráð frí í kvöld sem og börnin Magnús og Tómas eins og Teitur Örlygsson komst að orði við vefsíðuna í dag. Aðrir góðir í Garðabæ skv. þjálfaranum.
Skallagrímur:…
 
ÍR: Sovic verður með ÍR í kvöld en hann lék ekkert gegn KR vegna meiðsla. Þá mun D´Andre Jordan Williams hita upp með ÍR en hann hefur ekkert æft í vikunni eftir meiðsli sem hann hlaut í leiknum gegn KR. Tekin verður staðan á honum í upphitun í kvöld. Þá verður Steinar Arason aðstoðarþjálfari ÍR í búning í kvöld en glöggir lesendur vita að þar fer mikill þristabani.
KFÍ: Allir með sagði Pétur þegar við náðum á hann í dag.
  
Fréttir
- Auglýsing -