spot_img
HomeFréttirÞrír í röð hjá bikarmeisturunum

Þrír í röð hjá bikarmeisturunum

Bikarmeistarar Stjörnunnar unnu í kvöld sinn þriðja deildarsigur í röð þegar Skallagrímur mætti í Ásgarð í Domino´s deild karla. Lokatölur voru 101-92 Stjörnuna í vil en bláir lögðu snemma grunninn að sigrinum er þeir leiddu 33-11 að loknum fyrsta leikhluta. Fimm leikmenn liðsins gerðu 13 stig eða meira í leiknum. Þeirra atkvæðamestur var Justin Shouse með 19 stig, 6 fráköst og 4 stoðsendingar. Hjá Skallagrím var Carlos Medlock með 29 stig, 9 fráköst og 6 fráköst.
 
Eftir gufuvöltunina í fyrsta leikhluta fóru heimamenn að dreifa spilatímanum á sinn hóp en gestirnir úr Borgarnesi gerðu engu að síður vel við að bæta skaðann og unnu annan leikhluta 20-27 og staðan því 53-38 í hálfleik.
 
Garðbæingar eru á mikilli siglingu um þessar mundir en Borgnesingar náðu engu að síður á erfiðum útivelli að minnka muninn mest í átta stig í kvöld en þá var ansi mikið loft farið úr Fjósamönnum fyrir vikið svo Stjarnan kláraði leikinn örugglega og sigur blárra í raun aldrei í hættu, lokatölur 101-92 eins og áður greinir.
 
Sæmundur Valdimarsson vakti athygli fyrir vaska frammistöðu í kvöld, en hann setti 17 stig á 23 mínútum. Jarrid Frye var og ekki langt frá tvöfaldri þrennu með sín 18 stig, 8 fráköst og 9 stoðsendingar. Stjörnumenn færðust upp fyrir Keflavík í fjórða sæti deildarinnar við þennan sigur og ljóst að hörð stöðubarátta er framundan. Skallagrímsmenn eru sem fyrr í 8. sæti deildarinnar með 14 stig.
 
 
Stjarnan-Skallagrímur 101-92 (33-11, 20-27, 27-28, 21-26)
 
Stjarnan: Justin Shouse 19/6 fráköst, Jarrid Frye 18/8 fráköst/9 stoðsendingar, Sæmundur Valdimarsson 17/5 fráköst, Brian Mills 15/8 fráköst, Jovan Zdravevski 13, Fannar Freyr Helgason 9/10 fráköst, Dagur Kár Jónsson 5, Kjartan Atli Kjartansson 3/5 fráköst/5 stoðsendingar, Oddur Rúnar Kristjánsson 2, Daði Lár Jónsson 0.
 
Skallagrímur: Carlos Medlock 29/9 fráköst/6 stoðsendingar, Páll Axel Vilbergsson 18/8 fráköst, Hörður Helgi Hreiðarsson 12/6 fráköst, Orri Jónsson 9/5 fráköst/5 stoðsendingar, Sigmar Egilsson 9/6 fráköst, Davíð Ásgeirsson 5, Trausti Eiríksson 5/5 fráköst, Davíð Guðmundsson 3, Birgir Þór Sverrisson 2, Hjalti Ásberg Þorleifsson 0, Atli Aðalsteinsson 0, Elfar Már Ólafsson 0.
  
Fréttir
- Auglýsing -