Sjö leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt. Meistarar Miami Heat eru hvergi nærri hættir en þeir unnu sinn fimmtánda deildarleik í röð í nótt er liðið lagði Minnesota 81-97 á útivelli.
Dwyane Wade fór fyrir Miami með 32 stig, 10 stoðsendingar og 7 fráköst. LeBron James bætti svo við 20 stigum, 10 fráköstum og 4 stoðsendingum. Þá kom Ray Allen með 13 stig af bekknum. Hjá Minnesota var Derrick Williams með 25 stig og 10 fráköst.
Miami setti félagsmet með fimmtánda sigrinum í röð en að sama skapi hefði mótspyrnan í Minnesota getað verið meiri þar sem vantaði Kevin Love, Andrei Kirilenko og Nikola Pekovic sökum meiðsla.
Tilþrif næturinnar
Úrslit næturinnar
FINAL
7:00 PM ET
NYK
102
CLE
97
| 24 | 25 | 21 | 32 |
|
|
|
|
|
| 34 | 27 | 13 | 23 |
| 102 |
| 97 |
| NYK | CLE | |||
|---|---|---|---|---|
| P | Stoudemire | 22 | Speights | 23 |
| R | Chandler | 9 | Thompson | 8 |
| A | Felton | 10 | Walton | 12 |





