Önnur undanúrslitaviðureign Þórs og Vals í 1. deild karla fer fram í Síðuskóla á Akureyri í kvöld. Frítt verður inn á leikinn í boði Papco og því von á fjölmenni. Staðan í einvíginu er 1-0 fyrir Val og Þórsarar geta í kvöld með sigri tryggt sér oddaleik ellegar farið í sumarfrí.
Iðkendur í minniboltanum hjá Þór verða með sýningarleik í kvöld og allt verður þetta í beinni netútsendingu hjá Þór TV sem nálgast má inni á thorsport.is
Mynd/ [email protected]



